Matóskvísur

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jólin jólin jólin koma brátt...

Jamm, ég var að spá í hvernig ykkur litist á fimmtudagskvöldið 25. nóv til að föndra?!? Er það orðið of nálægt prófum hjá einhverjum?!?
Ég gæti þá kíkt í búðir í vikunni og verslað svo í næstu viku þegar búið er að finna eitthvað fallegt :)
Kíkið á þessar síður www.volusteinn.is (leita undir jól) og www.fondra.is og tékkið hvort sé ekki eitthvað sem ykkur líst á!

6 Comments:

  • Mér líst rosa vel á fimmtudagskvöldið!!

    By Blogger Þórhildur Ýr, at 9:55 e.h.  

  • úff, ég er ekki alveg að skilja hvernig þetta föndurdæmi á að vera - ætlið þið að kaupa fyrir alla eitthvað að föndra?? Er ekki best að hver og einn reddi sínu föndri og geri bara það sem hver vill eins og aðventukrans, jólakort, skrifa á jólakort og hvað annað.... ég er allaveganna til í að föndra og hafði nú bara hugsað mér að kíkja í völustein og kaupa mér eitthvað skemmtilegt til að gera... :)

    By Blogger isamaja, at 11:02 f.h.  

  • Hugmyndin var nú að kaupa eitthvað sameiginlegt þannig að allar væru að föndra það sama! Ég hélt að það væri yfirleitt tilgangurinn með því að föndra saman. En ef ykkur finnst það vesen þá er mér alveg sama! Hverjar eru annars að fara að koma? Finnst svo fáar búnar að kommenta á þetta......

    By Blogger Þórhildur Ýr, at 12:14 e.h.  

  • Hæ hæ mér líst eiginlega betur á að allir reddi sér bara sjálfir, held það myndi ekki ganga neitt of vel að finna e-ð sem allir yrðu sammála um. Hverjir ætla annars að koma? Það er nú ekkert rosalega gaman að vera að skipuleggja e-ð ef enginn ætlar að mæta svo.

    By Blogger Cilla, at 12:45 e.h.  

  • okey, ég var bara ekki að fatta til að byrja með hvað pælingin var - komst bersýnilega ekki alveg til skila til mín..... ég verð að fá allt svona á barnamáli ;) Var þá pælingin að kaupa eitthvað eitt ákveðið föndur sem að við mundum allar gera.... eins og ef við værum fimm þá mundum við kaupa 5 jólakarla sem hægt er að föndra eða eitthvað.... Íris trega!!

    By Blogger isamaja, at 5:08 e.h.  

  • Jamm, það var s.s. pælingin, að kaupa það sama fyrir allar, þannig að ef þyrfti t.d. að kaupa málningu, lím eða eitthvað svoleiðis þá væri bara verslað fyrir allan hópinn þannig að allar þyrftu ekki að vera að kaupa sér! En annars er mér alveg sama, það er kannski bara fínt að allir geri það sem þær vilja.
    Það verður alla vega opið jóla-hús hjá mér á fimmtudagskvöldið :o)

    By Blogger Harpa, at 10:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home