Matóskvísur

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Mató um jólin

Sælar dömur,

nú er spurning hvort að þið skoðið þetta eitthvað núorðið. En here it goes - hvernig líst ykkur á að hafa mató milli jól og nýárs - svona fyrst að við verðum allar á landinu :) Hvernig líst ykkur á föstudaginn 28.desember? Er einhver sem getur kannski boðið heim - ég mundi auðvitað gera það ef ég ætti ennþá íbúð en ég mun bara dvelja hjá ma og pa yfir jólin.

En hvernig líst ykkur á? Best að athuga þetta bara með góðum fyrirvara :)

knús og kossar frá Aarhus
Íris

fimmtudagur, september 20, 2007

Til hamingju með daginn Hildur!!

tillykke med din fødelsesdag min veninde :)

Vonandi áttu ánægjulegan afmælisdag...

knús og kossar
Íris

þriðjudagur, september 11, 2007

Kveðja fra Aarhusum

Sælar dömur, vildi bara rétt svo kasta á ykkur kveðju - við verðum nú að halda þessari heimasíðu okkar virkri. En ég vona að allir hafi skemmt sér í babyshowerinu um daginn og ég hlakka til að sjá myndir af litla prinsinum þegar hann loksins kemur í heiminn.

En við höfum það rosalega gott hér í DK, okkur líður mjög vel hér og ég er rosalega ánægð með þennan skóla sem ég valdi mér... það er aldrei að vita nema að við verðum hérna eitthvað lengur en tvö ár... við erum alveg í skýjunum með allt hérna.

Hvert á svo að fara í næsta húsmæðraorlof stúlkur??

knús frá Aarhus
Iris

þriðjudagur, september 04, 2007

Elsku Lilja...

mánudagur, júlí 23, 2007

Matólunch 31.júlí

Hvernig líst ykkur á matólunch þriðjudaginn 31.júlí :) - sem sagt þriðjudaginn fyrir verslunarmannahelgina...

mánudagur, júlí 16, 2007

Hæ skvísur!

Bara að láta vita að þetta hotmail er alveg í ruglinu þessa dagana! Einhver hefur farið inn á mitt og breytt lykilorðinu svo ég kemst ekki inn. Ég nota því bara thya@hi.is þessa dagana og nýja msn-ið mitt er thorhilduryr@hotmail.com. Ég man auðvitað ENGIN mail svo þið megið endilega senda mér adressuna ykkar svona þegar þið nennið svo ég geti sett þær inn á hi mailið mitt :)

Ég er annars laus flest hádegi svo mér líst vel á að reyna að smala saman í lunch :)

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Gleymin!!

Harpa mín, til hamingju með daginn fyrir tveimur vikum síðan - betra seint en aldrei... vona að þú hafir átt ánægjulegan afmælisdag..

Jæja stelpur, eigum við að láta reyna á lunch einu sinni enn?? hvernig eru þið í næstu viku ;) - eða allaveganna einhvern tímann í júlí áður en ég flyt út ...