Matóskvísur

mánudagur, október 25, 2004

Uppskriftir

Jæja ég er búin að læra að setja inn uppskriftir :o) Endilega sendið á mig ef þið eigið einhverjar sniðgar... og endilega einhverjar sem hafa verið notaðar í mató :o)
Ég óska sérstaklega eftir uppskriftinni af amerísku pönnukökunum Sigga mín ;o)

sunnudagur, október 24, 2004

Bleikt afmælisteiti 6.nóvember!!

Laugardaginn 6. nóvember 2004 ætla ég að halda upp á afmælið mitt (er loksins að verða 25 ára - loksins búin að ná ykkur hinum he he). Eins og ég hef sagt áður þá verður þetta BLEIKT STELPUPARTÝ og verður það haldið í partýpleisinu Brekkuseli 7 kl 21. Það verða einhverjar bleikar veigar í boði og ég vona svo innilega að þið sem eruð á landinu sjáið ykkur fært að tjútta með mér þennan stórskemmtilega laugardag :)
Endilega látið mig vita ef þið komist ekki - I will be very disapointed if you dont come búhúhú.....

Bleikar kveðjur
ÍRIS PÍRIS

Syndin mikla!

jæja cilla mín, hvenær fáum við uppskriftina af þessarri geggjuðu súkkulaði köku sem þú gerðir fyrir okkur í mató ;)

miðvikudagur, október 20, 2004

matómyndir

ég er búin að setja upp síðu þar sem koma fram myndir frá mató en hún er ekki alveg tilbúin - megið endilega senda mér myndir til að setja inn á þetta :)

þriðjudagur, október 19, 2004

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Vallý,
hún á afmæli í dag!!!

Hún lengi lifi HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!!!

Til hamingju með daginn sæta :)

mánudagur, október 18, 2004

Takk fyrir síðast!

Jamm Cilla, takk fyrir mig :o)
Ekkert smá góður matur, maður bætti nú aðeins á sig blómum í þessum matarklúbb ;o) Svaka fínt að sitja bara og kjafta, var mjög fegin að hafa haft vit fyrir því að fara ekki í bæinn svona einu sinni!
Kíktuð þið eitthvað Íris og Cilla?

föstudagur, október 15, 2004

Jólin, jólin alls staðar....

sælar stúlkur,

ég, Þóra og Cilla ætlum að fara á jólahlaðborð á Lækjarbrekku 21. desember í hádeginu.... endilega komið með ef þið viljið :) Bara láta mig vita fyrir þriðjudaginn ef þið viljið koma með okkur að snæða lúxusmat 21. desember - ég ætla að panta borð á þriðjudaginn næsta :)

nammi namm jólamatur :)

fimmtudagur, október 14, 2004

Mató.... aftur

Hæ girlies

Mæting hjá mér milli 19.30 og 20 á laugardaginn

miðvikudagur, október 13, 2004

Mató!!!

Halló!!! Mér líst svakalega vel á þessa hugmynd hennar Katrínar :)
En eitt sem ég var að spá í, var búið að ákveða að hækka mató-peningana upp í 1500 kr. á mann eða er þetta enn 1000 kr.?

mánudagur, október 11, 2004

Próftafla!!

hæ hæ, hvernig er með prófin hjá ykkur - ég er í prófi 16. desember þannig að ég kemst alveg 20. des á hlaðborð.........

föstudagur, október 08, 2004

Helgin

Sælar skvísur

Eru einhver plön fyrir helgina?

miðvikudagur, október 06, 2004

Íris 25 ára!!

hæ hæ, vildi bara minnast á það núna með GÓÐUM FYRIRVARA að ég ætla að halda upp á afmælið mitt laugardaginn 6. nóvember og hef hugsað mér að vera með bleikt stelpuparty - ONLY GIRLS ALLOWED!! Þannig að takið frá þennan dag til að djamma með Írisi :)

þriðjudagur, október 05, 2004

JÓLAHLAÐBORÐ!!

jæja stelpur, við þurfum örugglega að fara að ákveða hvert við förum á hlaðborð og ég stakk upp á því hér um daginn að við mundum fara í hádeginu mánudaginn 20. desember (þegar Vallý og Þóra eru komnar heim).... hvernig líst ykkur á það??
Svo er það spurning um hvert við eigum að fara, hér eru hugmyndir: Lækjarbrekka = 2900 kr hlaðborðið í hádeginu, Holtið, Skólabrú, Argentína, Perlan og svo eru eflaust einhverjir fleiri staðir... eigum við ekki bara að kjósa hérna á þessarri blessuðu heimasíðu hvert við viljum fara í hádegishlaðborð og hvaða dagsetning hentar best :)

Mató 16. okt

Sælar stúlkur

Hvernig er það mæta ekki allar, sem vettlingi geta valdið, til mín 16. okt? Þið megið endilega kommenta og láta mig vita ;)

skemmtilegt blogg!!!

sælar stúlkur og takk fyrir síðast!! Dúndur gaman á laugardaginn - ég reyndar mætti til JGG varla standandi í lappirnar eftir að hafa drukkið síðan 5 í afmælinu hjá pabba. Ef það er ekki tilefni til að fagna þegar karlinn verður 50 ára þá er aldrei tilefni :) Harpa, Kata og Tóta, hvenær fórum við eiginlega í bæinn??? ég var mætt á staðinn um eitt og við vorum svo í einhvern tíma bara fjórar eftir heima hjá Hörpu áður en við fórum í bæinn - svaka gaman :)
Ég datt inn á sprenghlægilegt blogg áðan FYNDIÐ.... þið verðið að kíkja á þetta..... ótrúleg sögumanneskja sú sem skrifar á þetta blogg, eintóm skemmtun ;)

mánudagur, október 04, 2004

Sælar skvísur

Hvað er að frétta? Hvernig var helgin hjá ykkur?
Minns fór í óvissuferð með Mastercard á lau, fórum niður hvítá það var alveg geggjað stuð :o)

Hvernig var afmælið á lau? Er e-ð slúður?

Cilli forvitni :p