Matóskvísur

þriðjudagur, október 31, 2006

Jóla-mató!

Hæ skvísur!

Það eru nú eitthvað fáar búnar að kjósa í könnunninni og ég held að það verði erfitt að troða mató að heima hjá mér fram að jólum... Innflutningspartý hjá Írisi um næstu helgi, Senu partý 18. nóv (sem ykkur verður boðið í ;o) ), ég er úti 23.-27. nóv og vil því vera heima með stelpuna helgina þar á eftir, svo er jólahlaðborð og svo er bara kominn miður desember!

Hvernig líst ykkur á að ég bjóði bara heim í kósý stemmingu svona um miðjan des. Getum haft þetta á föstudegi, t.d. 8. des. ef einhverjar vilja djamma, annars bara í vikunni þar á eftir? Jafnvel föndra ef einhverjar hafa áhuga á því, annars bara sitja og kjafta og borða eitthvað gott, þar sem þetta er nú MATARklúbbur ;o)

Öll comment vel þegin!
Og Vallý, er nokkuð komið á hreint hvenær þú kemur heim fyrir jólin?

föstudagur, október 27, 2006

Innflutningspartý

sælar,

áður en þið ákveðið að halda mató 3.nóv þá vildi ég láta ykkur vita að ég og Hrafnkell ætlum að halda innflutningspartý 3.nóvember (ekki seinna vænna). Og auðvitað EIGIÐ þið allar að mæta he he og auðvitað takið þið karlana með :)

frekari upplýsingar koma síðar

Íris

Könnunar lúði

Hæ hæ þessi netkönnun er e-ð skrýtin bjó til könnun sem er hérna til hliðar. Hún er samt þannig að mar getur ekki bara valið allar helgarnar sem henta í einu. Þarf að kjósa hverja fyrir sig. Ég er greinilega alveg glötuð í þessum onlinepoll drasli :p

Til hamingju með vinnuna Vallý :D

fimmtudagur, október 26, 2006

Hæ skvísur :)

Langaði bara til þess að deila því með ykkur að ég er komin með vinnu sem designer :D Fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir (frekar skrítnu nafni) Kompagniet af 1991. Þeir hanna, meðal annars, barnalínu sem heitir Kids-up sem ég mun vera að hanna fyrir sem er fyrir krakka á aldrinum 2-10 ára. Fyrirtækið er því miður ekki í Kaupmannahöfn heldur í Sönderborg sem þýðir að ég þarf að flytja... sem mér líst samt bara vel á ;) Sönderborg er rétt hjá landamærum Þýskalands fyrir þá sem ekki vissu það ;) En ég er rosa spennt fyrir þessu og ég byrja 1.nóv... þannig að ég er bara að pakka á fullu núna.... Ég mun svo reyna að standa mig betur í blogginu mínu þegar ég verð búin að koma mér fyrir á nýjum stað :)

knús,
Vallý

Könnun

Hæ hæ ég bjó til könnun sem þið getið svarað hér

fimmtudagur, október 19, 2006

Til hamingju....

með afmælið Vallý :) Vona að þú hafir það gott í dag :)
Afmælisknús og kossar xxx