Matóskvísur

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ammæli

Kökuboð hjá mér á sunnudaginn um hálffjögur-leytið :o) Kaffi og kökur á boðstólum ;o)

föstudagur, febrúar 11, 2005

The big 26 :p

Sælar stúlkur...
minns á afmæli bráðum og ég var að pæla að hafa smá afmæliskökuboð :o) Stefnan er tekin á sunnudaginn 27. febrúar... endilega látið mig vita hvort þið kæmust... nenni ekki að halda ef enginn kemst :p

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Jæja...

.. þá er maður bara á leiðinni heim til Íslands :) Eruð þið ekki spenntar ;) hehe...

En ég var að spá hvort að þið séuð uppteknar á laugardagskvöldið? Ef ekki þá var ég að spá í að halda smá hitting heima hjá mér, bara svona rólegheit og næs, þar sem að foreldrarnir eru staddir erlendis og maður hefur allt húsið fyrir sig ;) Svo langar manni nú auðvitað að heyra allar sögurnar frá síðasta mató og svoleiðis.... Ég verð allavega heima og þeir sem geta og vilja koma eru velkomnir :o)

Ohhhh stelpur...

...hvernig er maður fín í 80´s fötum?!?!?!??!
Það er árshátíð hjá Skífunni 12. mars og það er 80´s þema!!! Ég kann ekkert á svona, vill bara fara í mínum kjól og vera fín!

Eruði með einhverjar sniðugar hugmyndir, þannig að maður geti verið fín en samt með í þemanu?!? Eina sem ég sé fyrir mér í 80´s eru bláir augnskuggar og bleikir kinnalitir ásamt bleikum glans samfestingum og svitaböndum!!! Ætla ekki alveg svoleiðis á árhátíð...

föstudagur, febrúar 04, 2005

Mál og menning

Sælar stúlkur.. tók aðeins til í linkum og skírði uppá nýtt og svona :o) Setti uppskriftina frá Lilju inn nammi namm.

Vildi líka benda ykkur á markaðinn hjá Máli og menningu í síðumúlanum, ég gerði alveg snilldarkaup þar í gær :o) Keypti ógó flottan stóran doðrant með öllum leikritum William Sheakspeare á 995 (áður 4995), Kaldaljós e. Vigdísi Gríms á 1590 og .... 8 uppskriftabækur saman í pakka á 1495!!! Ég allavega mæli með því að fólk kíki í síðumúlann og þá fyrr en seinna... það var alveg brjálað að gera þarna í gær!

Hafið það svo gott um helgina :o)

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Glæpastarfsemi ;o)

Já já... Á einhver ykkar græjur til að copera dvd diska?!?!?

Var nefnilega að fá lánaðan dvd disk með fullt af snilldar pilates æfingum! Langar svo agalega að prófa þetta, en er ekki alveg að nenna að leggja allar æfingarnar á minnið!

Kann og getur einhver gert svona fyrir mig?!?!?