Matóskvísur

þriðjudagur, september 11, 2007

Kveðja fra Aarhusum

Sælar dömur, vildi bara rétt svo kasta á ykkur kveðju - við verðum nú að halda þessari heimasíðu okkar virkri. En ég vona að allir hafi skemmt sér í babyshowerinu um daginn og ég hlakka til að sjá myndir af litla prinsinum þegar hann loksins kemur í heiminn.

En við höfum það rosalega gott hér í DK, okkur líður mjög vel hér og ég er rosalega ánægð með þennan skóla sem ég valdi mér... það er aldrei að vita nema að við verðum hérna eitthvað lengur en tvö ár... við erum alveg í skýjunum með allt hérna.

Hvert á svo að fara í næsta húsmæðraorlof stúlkur??

knús frá Aarhus
Iris

4 Comments:

  • Vííí, loksins eitthvað líf á síðunni! Rosalega fer samt í taugarnar á mér að þurfa að muna þetta Google password, man það aldrei fyrr en svona í 3. tilraun :-/

    En húsmæðraorlof já! Ég hugsa að það verði líklega ekki svoleiðis hjá mér fyrr en eftir alla vega ár... Erum að safna í parketsjóðinn þetta haustið ;) og svo verð ég væntanlega komin með eitt kríli í mars og þá kemst maður víst ekki frá alveg strax! En það er spurning með seint næsta haust - Aarhus eða USA - hohoho ;)

    By Blogger Harpa, at 3:15 e.h.  

  • Ég tók út lykilorð fyrir kommentin :) Fáum þá kannski meira líf á síðuna :) En Íris benti ekki á að hún er byrjuð að blogga aftur og linkurinn er hérna til hliðar :) En aftur til hamingju með litla bumbubúann Harpa :)

    By Blogger Cilla, at 4:05 e.h.  

  • Maður bara hrekkur við að sjá eitthvað líf hér ;) Gaman að heyra að ykkur líki vel úti!
    Harpa, mér líst mjög vel á húsmæðraorlof haustið 2008, það þýðir ekkert annað en að skipuleggja fram í tímann þegar maður er svona sí eigandi börn!!!
    Knús, Þórhildur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:32 e.h.  

  • Jahérna, til hamingju Harpa mín með bumbubúan - æðislegt að heyra.... bara allt að gerast heima á Íslandi.

    By Blogger isamaja, at 7:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home