Matóskvísur

fimmtudagur, desember 30, 2004

Vá!

Stelpur, við erum ekki að standa okkur - ekki búið að vera mató HEILLENGI!! Árið 2004 var ekki okkar ár, ég legg til að við verðum duglegri að hittast og svona árið 2005 ;) Núna hvet ég einhvern til að taka á skarið og halda eitt stykki mató í janúar - febrúar :)

P.S hvað erum við búnar að halda marga matóklúbba í ár? humm, ég var með í janúar, Sigga um páskana, Kata var með kjólamató í sumar og svo Cilla með í október..... voru nokkuð fleiri matóklúbbar.............. STELPUR, KOMA SVO!!!


Jæja stelpur mínar, Íris er búin að læra hvernig maður setur inn myndir - beint á heimasíðuna :) þannig að sendið mér einhverjar skemmtilegar myndir... Þetta er gamla góða kjólamatómyndin síðan í sumar :) Posted by Hello

þriðjudagur, desember 28, 2004

Jólin - gaman gaman!!

Jæja stelpur mínar, þar sem ég er ein af þessum single í hópnum þá langar mig að forvitnast - hvað fenguð þið í kærasta/eiginmannsgjöf núna um jólin...... það er eitt sem ég sakna við jólin það eru kærastagjafirnar - þær voru alltaf þær skemmtilegustu ;)

Íris sorglega ha ha ha

föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól elsku kellurnar mínar :) Hafið það rosa gott yfir hátíðarnar!!!!!

þriðjudagur, desember 21, 2004

Jólaauglýsingin

Hér er linkur á gömlu kók-auglýsinguna :o) Hún kemur mér alltaf í jólaskap....

miðvikudagur, desember 15, 2004

Nýjung á heimasíðunni

Hæ hæ, ég var að prófa að setja nýjung á heimasíðuna okkar :) Könnun hi hi hi - Íris á að vera að læra en fann sér eitthvað annað skemmtilegt til að gera ;)

miðvikudagur, desember 08, 2004

jólin jólin alls staðar :)

hæ hæ,

vildi bara athuga hvort að það ætluðu einhverjar fleiri að koma með á hlaðborðið 21. desember kl 12. Þær sem eru búnar að segjast ætla fara eru ég, Þóra, Cilla og Sigga ......... ef einhverjar vilja bætast við þá er það alltaf hægt :) Við förum á Lækjarbrekku þriðjudaginn 21. des kl 12 og maturinn kostar 2.900 krónur - bara gefins ;)