Matóskvísur

þriðjudagur, maí 31, 2005

Ný könnun!

jæja, núna er komin ný könnun sem tengist sumrinu ;)

Niðurstöður úr áramótakönnuninni sýndu að 44% mató strengir Já, svona.... hummm áramótaheit, 33% strengja heit en leggja ekki mikið á sig til að standa við það og 22% strengja ekki áramótaheit. 33% mató halda að Sigga flytji úr landi á árinu, 22% halda að Íris flytji og sama er um Cillu, 11% halda að Hildur og/eða Kata flytji. Hvað matarklúbbana okkar varðar þá spáði 33% að það yrðu tveir til fjórir í ár, 44% sagði allaveganna fimm og 22% töldu að það yrðu eitthvað á milli sex og tólf klúbbar í ár.

Það var 90% þátttaka matarklúbbsmeðlima í könnun þessari - hver svaraði ekki hummmm...

Hvað eru búnir margir mató núna í ár - eru þeir ekki tveir, Hildur og Lilja?? Var einhver annar búinn að halda??

Íris Könnunarkelling

Fimmtudagskvöldið 2. júní

sælar stúlkur,

hvernig mundi ykkur lítast á kaffihús á fimmtudagskvöldið. Langt síðan við höfum hisst og spjallað.... gaman að hittast og fá sér kaffi eða kók eða hvítvínsglas og spjalla.

Hvernig líst ykkur á það? Hverjar væru til í kaffihús á fimmtudaginn ;)

kv
ÍRIS

Myndataka!

Hvernig var það stelpur, vorum við ekki einhvern tímann að spá í að fara saman í myndatöku?!?
Ég var nefnilega í brúðkaupi um helgina og þá höfðu vinkonurnar látið taka mynd af sér saman þegar þær voru að gæsa og gáfu brúðinni og myndin var ekkert smá flott af þeim, væri alveg til í að eiga svona af okkur :o)

Eruð þið til í þetta?!? Og ef já, vitiði þá um einhverja góða ljósmyndara?!?!?

mánudagur, maí 23, 2005

Vantar einhvern þvottavél

Þar sem ég er að flytja til múttu minnar þá þarf ég að losna við eitt stykki þvottavél... lána eða selja... hvort sem fólk vill :p Allavega ef ykkur dettur e-r í hug sem vantar endilega látið þetta berast :o) Hún er rosalega flott og góð ;o) Fullt fullt af kerfum, tölvuskjár og tímastillir og alles hehe..

Ég vona að ég sé ekki að taka tilkynningarskylduna frá henni Þóru okkar en mig langar sko bara að segja TIL HAMINGJU ELSKU DÚLLURNAR MÍNAR!!!! Þetta er yndislegt :)

PS. Ég veit að það voru búin að vera mikil veðmál í gangi um þetta ;) Ég var allavega búin að segja við Hannes að ég væri alveg viss um að þetta myndi gerast úti!!!

föstudagur, maí 13, 2005

Júróvisjón

Sælar stúlkur... hvernig er það eruð þið búnar að plana júróvisjón kvöldið e-ð?

föstudagur, maí 06, 2005

Of fyndið

Múhahahahaha

þriðjudagur, maí 03, 2005

Sumarið er tíminn!!

WOW, nú er maður sko til í eitthvað sumarlegt - eftir of langt stresstímabil þá líður manni eins og maður sé bara í fríi :) Búin að skila inn uppkastinu að BA!!!