Matóskvísur

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Frítt í bíó!!!

Hæ gellur!

Langar einhverjum að skella sér á bíó á morgun (fimmtudag)?!? Það á að prufusýna nýjustu myndina hennar Cameron Diaz, In Her Shoes, og vantar gellur til að fá viðbrögð við myndinni.

Hún er sýnd kl. 20:00 í Regnboganum. Jón Gunnar er með miða, þannig að bara láta mig vita og ég kem miðum til ykkar, eða þið getið rennt til mín og sótt þá.

Endilega kíkja ef þið hafið tíma og megið alveg bjóða einhverjum með!
kv. Harpa skarpa

föstudagur, ágúst 26, 2005

Fjallaljós

Sælar stúlkur mínar...

Vildi nú bara svona láta vita að ég væri á lífi :o)

New York var æði æði æði og ég verslaði soldið mikið hehe er nú svosem ekki þekkt fyrir annað híhí.

Ég var nú varla lent þegar mér var tilkynnt að ég ætti að fara á kárahnjúka. Kom s.s. frá N.Y. 2. ágúst og flaug á egilsstaði þann 5. þ.a. fínu fötin voru bara tekin uppúr töskunum og hlýju fötin sett ofan í í staðinn og ekki veitti af. Þessa vikuna er búið að vera 1°C hiti, 20 m/s og snjókoma í ágúst!!!!!!!

Ég kom nú aðeins heim um daginn og tók eitt próf... ég komst svo að því í gær mér til mikillar ánægju að ég hefði náð því. Það þýðir að ég er að útskrifast núna 22. október :D Loksins loksins :)

Ég kem heim næsta fimmtudag í 4ja daga frí og panta hitting á meðan ég er í bænum það er svoooo rosalega langt síðan ég hef hitt ykkur allar. Endilega látið mig vita hvort þið eruð lausar í lunch eða brunch eða bara e-ð á fim fös eða sun!!! Lau er frátekinn fyrir brúðkaup.

Kveðja frá Kárahnjúkum

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Skírn 11. september!

Halló! Er ekki betra að vera tímanlega í þessu öllu saman ;)
Litla prinsessan verður skírð 11. september kl. 13. Við ætlum að hafa athöfnina og veisluna heima hjá mömmu í Keflavík og ykkur er öllum boðið, og mökum og barni að sjálfsögðu! Þið megið endilega láta mig vita hvort þið haldið að þið komist :)

mánudagur, ágúst 22, 2005

Hittingur á föstudag.

Jæja, set þetta í sér póst svo allir sjái örugglega ;o)
Ætla að kanna undirtektir með að hittast á föstudaginn! Sá að Íris og Þóra eru lausar, hvað með ykkur Lilja, Hildur og Sigga? Og kannski kíkja mæðgurnar ef þær verða hressar!

Ég er alla vega ein og karlmannslaus þannig að endilega kíkja :o)

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Ekki mató 2. sept

Sorry stelpur, ég ætla að fá að halda mató seinna........... þannig að það verður ekki mató í Brekkuselinu 2.sept..

mánudagur, ágúst 15, 2005

Menningarnótt

Hvert er planið á menningarnótt?? Á að gera eitthvað spennandi?

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

mató??

Jæja stúlkur, hvenær eigum við svo að hittast næst? Hvernig var með þennan bústað sem Hildur var að tala um? Ég veit ekki alveg hvenær ég ætti að halda pottamató - eini dagurinn sem ég gæti haldið mató er föstudagurinn 1.september .... hvernig líst ykkur á það?

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Til hamingju með nýja matómeðliminn!!

Ég vil bara óska Þórhildi og Hannesi innilega til hamingju með litla gullmolann - búin að sjá myndir og hún er endalaust sæt..... hlakka þvílíkt til að sjá hana in person. Kom manni ekki á óvart að hún væri með vel dökkan koll......... ekki ólík foreldrum sínum :)

knús og kossar
Íris