Matóskvísur

föstudagur, ágúst 26, 2005

Fjallaljós

Sælar stúlkur mínar...

Vildi nú bara svona láta vita að ég væri á lífi :o)

New York var æði æði æði og ég verslaði soldið mikið hehe er nú svosem ekki þekkt fyrir annað híhí.

Ég var nú varla lent þegar mér var tilkynnt að ég ætti að fara á kárahnjúka. Kom s.s. frá N.Y. 2. ágúst og flaug á egilsstaði þann 5. þ.a. fínu fötin voru bara tekin uppúr töskunum og hlýju fötin sett ofan í í staðinn og ekki veitti af. Þessa vikuna er búið að vera 1°C hiti, 20 m/s og snjókoma í ágúst!!!!!!!

Ég kom nú aðeins heim um daginn og tók eitt próf... ég komst svo að því í gær mér til mikillar ánægju að ég hefði náð því. Það þýðir að ég er að útskrifast núna 22. október :D Loksins loksins :)

Ég kem heim næsta fimmtudag í 4ja daga frí og panta hitting á meðan ég er í bænum það er svoooo rosalega langt síðan ég hef hitt ykkur allar. Endilega látið mig vita hvort þið eruð lausar í lunch eða brunch eða bara e-ð á fim fös eða sun!!! Lau er frátekinn fyrir brúðkaup.

Kveðja frá Kárahnjúkum

1 Comments:

  • Gaman að heyra frá þér! Til hamingju með að vera búin!!! :oD Brrrr, snjókoma! Ég er nú ekki alveg til í svoleiðis strax :oS
    En alltaf til í hitting!

    By Blogger Harpa, at 9:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home