Matóskvísur

þriðjudagur, maí 31, 2005

Ný könnun!

jæja, núna er komin ný könnun sem tengist sumrinu ;)

Niðurstöður úr áramótakönnuninni sýndu að 44% mató strengir Já, svona.... hummm áramótaheit, 33% strengja heit en leggja ekki mikið á sig til að standa við það og 22% strengja ekki áramótaheit. 33% mató halda að Sigga flytji úr landi á árinu, 22% halda að Íris flytji og sama er um Cillu, 11% halda að Hildur og/eða Kata flytji. Hvað matarklúbbana okkar varðar þá spáði 33% að það yrðu tveir til fjórir í ár, 44% sagði allaveganna fimm og 22% töldu að það yrðu eitthvað á milli sex og tólf klúbbar í ár.

Það var 90% þátttaka matarklúbbsmeðlima í könnun þessari - hver svaraði ekki hummmm...

Hvað eru búnir margir mató núna í ár - eru þeir ekki tveir, Hildur og Lilja?? Var einhver annar búinn að halda??

Íris Könnunarkelling

5 Comments:

  • Ég get örugglega haldið POTTAMATÓ í sumar - bara finna dagsetningu eftir allar útskriftirnar... nóg að gera í júní - þyrfti að vera í júlí

    By Blogger isamaja, at 2:45 e.h.  

  • Ég ætti að komast flesta laugardaga í júlí en eftir 23. júlí er ég vonandi komin á fullt í mömmuhlutverkið....þarf vonandi ekki að bíða neitt rosalega lengi eftir þann tíma!!!!

    By Blogger Þórhildur Ýr, at 7:14 e.h.  

  • Var ekki Cilla líka með mató, eða var það fyrir jól?!? Ég og mitt gullfiskaminni ;o)
    Það er líka komið að mér að halda mató, en júní er bara alveg frá, þannig að við fyrsta tækifæri eftir það ;o)

    By Blogger Harpa, at 9:21 f.h.  

  • Ég var með mató í Október :o)

    By Blogger Cilla, at 11:52 f.h.  

  • Já já, október eða eftir jól - haaaa??? ;o) Þetta sýnir bara tímaskynið hjá mér! Alveg úti á túni eftir að ég var svona lengi heima í fæðingarorlofi!

    By Blogger Harpa, at 12:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home