Matóskvísur

fimmtudagur, október 26, 2006

Hæ skvísur :)

Langaði bara til þess að deila því með ykkur að ég er komin með vinnu sem designer :D Fékk vinnu hjá fyrirtæki sem heitir (frekar skrítnu nafni) Kompagniet af 1991. Þeir hanna, meðal annars, barnalínu sem heitir Kids-up sem ég mun vera að hanna fyrir sem er fyrir krakka á aldrinum 2-10 ára. Fyrirtækið er því miður ekki í Kaupmannahöfn heldur í Sönderborg sem þýðir að ég þarf að flytja... sem mér líst samt bara vel á ;) Sönderborg er rétt hjá landamærum Þýskalands fyrir þá sem ekki vissu það ;) En ég er rosa spennt fyrir þessu og ég byrja 1.nóv... þannig að ég er bara að pakka á fullu núna.... Ég mun svo reyna að standa mig betur í blogginu mínu þegar ég verð búin að koma mér fyrir á nýjum stað :)

knús,
Vallý

3 Comments:

  • já spáðu í því... :) það tekur aðeins 35 mín að keyra yfir til Þýskalands ;) bíð spennt eftir að þið komið aftur í heimsókn

    Vallý

    By Blogger Valgerdur, at 10:12 f.h.  

  • Óska þér aftur formlega til hamingju hér, þó að ég hafi nú verið búin að því á msn ;o)
    Bíð spennt eftir prufum á Maríu!! :-O hehehe

    By Blogger Harpa, at 2:55 e.h.  

  • Til hamingju með vinnuna skvísa, hljómar mjög spennandi :o) Og þú að sjálfsögðu kemur til með að brillera þarna eins og alls staðar!!!

    By Blogger Þórhildur Ýr, at 3:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home