Matóskvísur

föstudagur, júlí 28, 2006

Halló!!!!

Við Vallý og Katrín vorum að spjalla um daginn og langar svo að halda svona mini-árshátíð fyrir mató sem fyrst! Erum náttúrulega bara glataður saumaklúbbur að hafa aldrei haft árshátíð!! Ég get örugglega lánað mitt hús ;) og svo vorum við að spá í að gera eitthvað skemmtilegt, finna gamlar myndir og eitthvað þannig. Þannig að þið getið byrjað að kvíða fyrir því að sjá gömlu hárgreiðslurnar og svona :o) En þetta er auðvitað skemmtilegast ef sem flestar komast, hvernig eruð þið laugardaginn 26. ágúst?

6 Comments:

  • Ég verð að vera leiðinleg og segja NEEEIIIII ekki þennan dag!!! Var að fá bréf í pósti um reunion hjá barnaskólanum mínum akkúrat þennan laugardag...sorry :o(
    Eini dagurinn sem ég veit til þess að vera eitthvað upptekin!

    By Blogger Harpa, at 9:18 e.h.  

  • Ég kemst :) Harpa er þetta reunion úr Hvassó eða Laugarnesskóla?

    By Blogger Cilla, at 3:12 f.h.  

  • Laugardagurinn 26.ágúst er brilliant fyrir mig allaveganna :) Og líst alveg hryllilega vel á hugmyndina. Ég kemst ekki á föstudögum enda held ég að það sé skemmtilegra að gera þetta á laugardegi, fara kannski í eitthvað dekur um daginn og svona :)

    Ísa

    By Blogger isamaja, at 2:08 e.h.  

  • Cilla, þetta er hjá Laugarnesskóla, eða s.s. bæði Laugarnes- og Laugalækjarskóla fyrir þá sem voru í 8. 9. og 10. þar í Laugalæk. Þú ættir nú bara að láta sjá þig! ;o)

    By Blogger Harpa, at 3:17 e.h.  

  • Hí hí já ath. hversu mörg andlit mar þekkir híhí

    By Blogger Cilla, at 11:18 e.h.  

  • æææiii.. leiðinlegt :( það verður haldin fundur í næstu viku ;)

    By Blogger Valgerdur, at 3:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home