Matóskvísur

þriðjudagur, maí 23, 2006

Laugardagur til lukku :o)

Ég ætla að fara að panta borð fyrir okkur á laugardagskvöldið, erum við ekki 8? Eða hvað segir ólétta konan, heldurðu að þú kíkir með okkur út að borða?!?

Ég ætla að panta kl. 19:30 á 101 - sjáumst rosa rosa hressar þá, ég kem með miða í partýið þangað.

Og líka - ef það eru einhverjir makar/vinir sem vilja koma í partýið þá bara láta mig vita, JGG er með einhverja miða heima sem þið gætuð þá nálgast :o)

Sjáumst på lördag ;o)

9 Comments:

  • Oh hlakka svo agalega mikið til! Ég veit ekkert hvenær ég verð komin, brúðkaupið byrjar 14 þannig að ég hugsa nú að ég nái alveg matnum, það hlýtur bara að vera. Kem allavega beint og hitti ykkur :)

    Kv. Mamman sem hefur ekkert djammað síðan 3. október 2004!!!!!! Og geri aðrir betur!

    By Blogger Þórhildur Ýr, at 2:35 e.h.  

  • Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    By Blogger Harpa, at 11:20 f.h.  

  • Var að hringja og það er bara laust við barinn, öll stóru borðin pöntuð.
    Ég hef bara komið þarna einu sinni og man því ekkert hvernig er að sitja við barinn...veit einhver hvernig þetta er, er það alveg jafn huggó?!?

    By Blogger Harpa, at 11:26 f.h.  

  • Það er nú gott, það er kannski betra að vera töff en huggó! Ég er orðin svo gömul í hettunni ;o) hahaha

    Allt að verða brjálað út af partýinu, 600 miðar farnir út og síminn stoppar ekki hjá JG!
    Skv. Fréttablaðinu verður þetta "stærsta einkapartý ársins" og er sjálfur Steini í Coke að skipuleggja þetta (einmitt...) ;o)

    Hlakka til að hitta ykkur skvísur!

    By Blogger Harpa, at 2:05 e.h.  

  • Er séns að fá aukamiða fyrir Hrafnkel?

    Íris píris

    By Blogger isamaja, at 10:47 e.h.  

  • Já það er víst meira inn að vera töff í dag heldur en huggó Harpa mín ;) Ég tala nú reyndar ekki af reynslu, hef allar mínar upplýsingar frá henni Katrínu!!

    En jesús minn, sáuð þið "slysið" á Ungfrú Ísland í gær? Ég er nú svo mikið kvikindi að ég er ennþá að hlægja að þessu.....hefði nú líklega samt lítið hlegið ef ég hefði sjálf lent í þessu ;)

    By Blogger Þórhildur Ýr, at 11:41 f.h.  

  • Íris, ekkert mál með Hrafnkel. Verðum bara í bandi á morgun eða laugardaginn, JG er með einhverja miða hérna heima :o)

    By Blogger Harpa, at 3:41 e.h.  

  • Ohh.. hvað ég væri til í að koma með ykkur :( þetta verður örugglega geggjað gaman... þið skemmtið ykkur bara fyrir mig í leiðinni ;)

    knús....

    By Blogger Valgerdur, at 4:21 e.h.  

  • Ég sá á bloggsíðu hjá einni stelpu að hún er búin að kaupa sér nýjan kjól og panta sér í förðun og greiðslu fyrir partýið!!! hahaha

    Ég ætlaði nú ekki að ganga alveg svo langt, en hugsa að ég reyni að finna mér einhvern lekkeran kjól - svona soldið "summer" ;o)

    By Blogger Harpa, at 8:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home