Matóskvísur

miðvikudagur, mars 21, 2007

Mató í apríl?

Sælar skvísur,
hvernig var það - í síðasta mató hjá Hildi vorum við ekki að tala um það að halda mató í apríl?? Harpa, varst þú ekki að tala eitthvað um það að vera með mató í gamla húsnæðinu áður en þú ferð í það nýja?

Það væri gaman að halda mató þar sem sumar eru að fara af landi brott 1.maí...

Endilega commentið..

kv
Íris

P.s ég gæti alveg haldið mató líka ef Harpa getur það ekki - ég mundi þá geta haldið mató föstudaginn 20.apríl - hvernig líst ykkur á það??

7 Comments:

  • Ég kemst allavegana ekki 6. apríl né 14.apríl - páskahelgina verð ég á Ísafirði og Hrafnkell verður þrítugur helgina þar á eftir. En eins og ég sagði þá get ég haldið mató helgina þar á eftir.

    By Blogger isamaja, at 12:10 e.h.  

  • Ég og Þóra erum á árshátíð þá... er ekki líka spurning um hver getur haldið og þá hvenær...

    By Blogger isamaja, at 1:22 e.h.  

  • Ég er auðvitað bara lúði og stend aldrei við það sem ég lofa... Við eigum að afhenda íbúðina 15. apríl og ég meira að segja pakkaði öllum spariglösunum í gær, þannig að það verður lítið um mató hjá mér fyrr en bara í nýja húsinu!

    En ég er upptekin laugardaginn 14. apríl, annars ætti ég að vera alveg laus og líst vel á alla sem bjóða sig fram til að hýsa okkur ;)

    By Blogger Harpa, at 1:30 e.h.  

  • Ég kemst hvenær sem er :)

    By Blogger Cilla, at 3:29 e.h.  

  • Halló! Ég kem heim núna yfir páskana og auðvitað væri ég meira en til í mató þá... en skil alveg ef það tekst ekki þar sem að ég verð nú aðeins í 6 daga ;) En ef einhver er til í tjútt á föstudaginn langa, þ.e.a.s. 6.apríl, þá er ég til :D
    med venlig hilsen,
    Vallý

    By Blogger Valgerdur, at 7:39 f.h.  

  • Halló! Ég verð fyrir norðan um páskana, á árshátíð 14. apríl en held að það sé ekki meira plan svona í bili. Ætti því alveg að komast 20. apríl!

    By Blogger Þórhildur Ýr, at 8:10 f.h.  

  • Við stefnum þá að því að halda mató hjá mér föstudaginn 20.apríl :)

    kv
    Íris

    By Blogger isamaja, at 10:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home